fimmtudagur, 26. janúar 2012

Vetrarríki í janúar

Undraveröld Elliðaárdals
Vetrarríkið í janúar er orðið slíkt að það er ekki annað hægt en að minnast á það í þessum annál. Þessi mikli snjór og erfiða færð sem af honum hlýst setur strik í tilveruna. Þótt ekki geti maður kvartað með tvo 4x4 á hlaðinu og það á nöglum. Margir samborgararnir eru ekki jafn vel búnir til aksturs og það tefur umferðina. Maður reynir að halda sinni daglegu rútínu. Ein af þessum rútínum hafa verið gönguferðirnar um Elliðaárdal á miðvikudagskvöldum og Heiðmörk á laugardagsmorgnum. Heiðmörk er illfær þessa dagana þess vegna hefur verið gengið um Elliðaárdal tvisvar í viku. Í gærkvöldi gengum við Skálmarar um Elliðaárdal í þæfingi og snjóþungum dalnum. Það var stilla og frábært veður til göngu. Á gróðrinum var drifhvít snjóþekja og svæðið líkast undraveröld. Meðfylgjandi mynd sem einn göngufélagi minn tók lýsir stemningunni betur en þúsund orð.(Mynd Sigurlaug Jóna Sigurðardóttir)

Engin ummæli: