sunnudagur, 12. febrúar 2012

Hässleholm í febrúar.

Höfum dvalið hér í Hässleholm yfir helgina. Það ríkir vetrarveður allt að 9 stiga frost og snjóföl yfir öllu. Við fórum til Lundar í gær og áttum þar góðan dagpart. Fórum m.a. í Akademi bokhandeln og á veitingahús. Lestarsamgöngur voru í ólagi þannig að við fórum með rútu frá Hässleholm til Eslöv og þaðan með lest til Lundar. Það var ágætis afþreying að keyra í rútunni um þennan hluta Skåne og sjá aðeins annað landslag og bæi. Í dag vorum við í 7 ára afmæli nafna míns í Kristianstad. Flott veisla með vinum þeirra Stjánastaðarbræðra. Annars höfum við haft það gott í "líunni" okkar og hún er alltaf að verða persónulegri og skemmtilegri. Fréttir eru sagðar frá vaxandi spennu í Grikklandi en þar er við mikla efnahagserfiðleika að stríða og svo eru fréttir af andláti söngkonunnar Whitney Huston fyrirferðamiklar í fréttum. Nú vill F. Reinfeldt forsætisráðherra Svía hækka eftirlaunaladurinn og virkja konur til aukinna dáða í atvinnulífinu. Kveðja.

Engin ummæli: