fimmtudagur, 23. febrúar 2012

"Lífið er stutt, lifðu því."


Lífið er stutt, lifðu því sagði vinur minn við mig í vikunni. Eftir því sem aldurinn færist yfir gerir maður sér betur grein fyrir því að ef vinna á úr "óskalistanum," þarf að gefa honum aukið gaum. Á mínum lista fyrir svona tíu árum var ýmislegt sem mig langaði, en fannst svolítið fyrir utan ramma hins daglega lífs þá. Syngja í kór, læra á píanó, grúska í nótum, fara í gönguferðir í óbyggðum. Ég ákvað þá að sinna þessum áhugamálum mínum. Nú þegar maður lítur til baka upplifir maður að margt á gamla listanum er orðið hluti af tilverunni.Það þýðir alls ekki að gömul áhugamál hafi öll verið lögð til hlutar. Það er eins og maður auki virkni almennt ef maður bryddar upp á nýjum verkefnum. Það skemmtilegasta við það að fylgja löngun sinni er að maður kynnist fólki sem deilir sömu áhugamálum. Maður öðlast nýja reynslu og eignast nýja vini. Maður má hinsvegar ekki þar við sitja. Það er nauðsynlegt að fara öðru hvoru yfir listann og kanna hvort ekki séu einhver ný atriði á listanum sem vert er að skoða betur. Læt þetta duga í bili. Datt þetta bara í hug, svona í tilefni dagsins. Kveðja.
(Myndin af fötunni er fengin að "láni" af netinu.)

Engin ummæli: