laugardagur, 11. júlí 2015

Bolzano

Þá erum við kominn heim eftir nær þriggja vikna frí í útlöndum frá 22.6. til 10. 7. Tíminn hefur liðið hratt sem er auðvitað til marks um það hve gaman hefur verið. Við vorum í þremur löndum í þetta skipti: Svíþjóð, Danmörku og Ítalíu. Hæst ber að sjálfsögðu ferðin til Ítalíu eða öllu heldur til Bolzano og Suður Týról. Ferðin þangað opnaði okkur nýja áður óþekkta veröld með einhverri nýrri upplifun á hverjum degi. Það eru auðvitað mikil forréttindi að geta búið í 101 (miðbæ) Bolzano, á besta stað og haft einkaleiðsögumann með góða þekkingu á svæðinu. Við þökkum Baldri Braga enn og aftur fyrir móttökurnar. Eftirminnilegast frá Ítalíu er heimsókn í Ötzi safnið til að skoða Ísmanninn, 5000 ára gamlar vel varðveittar líkamsleifar, sem segja heilmikið um mannlíf á þessum tíma. Skoðunarferð upp í fjöllin til að sjá Dólómítana.  Við áttum líka mjög góða daga í Svíþjóð. Fengum góða gesti og fórum víða um m.a. til Kaupmannahafnar og heimsóttum Elísabetu föðursystur mína. Síðast en ekki síst er alltaf gott að koma heim aftur.

Engin ummæli: