sunnudagur, 21. júní 2015

Meðallandsganga 2015

Í gær laugardaginn 20. júní 2015 gékk ég frá Botnum í Meðallandi í átt að Flótum í sömu sveit ásamt göngufélögum í gönguhópnum Skálm.. Leiðin liggur meðfram hraunjaðri Skaftáreldahrauns og um ægifagurt vatnasvæði Mávavatna og svo Eldvatns. Þetta er ganga á jafnsléttu alls um 16 km löng og tók okkur um fimm tíma að ljúka göngunni. Víðátta er gríðarleg í Meðallandi og í góðri birtu er mikil fjallasýn. Tigarlegast í góðri veðri er tveggja jökla sýni, þegar sér til Mýrdaljökuls í vestri og Öræfajökuls í austri. Gróður er mikill á svæðinu en þarna var áður mikið sandfok.

Engin ummæli: