sunnudagur, 7. júní 2015

Á sjómannadaginn 2015

Til hamingju með daginn allir sjómenn þessa lands. Við eigum afkomu okkar að stórum hluta undir sjósókn og því verðmæti sem fæst fyrir aflann á erlendum fiskmörkuðum. Það er vel við hæfi að gera sér dagamun í tilefni þessa. Mikið hefur áunnist í sjávarútvegi undanfarna áratugi. Þess sér stað í þeirri miklu grósku sem hefur verið í greininni. Löngu tímabær endurnýjun í fiskiskipaflotanum stendur nú yfir. Á þessum tímapunkti er ánægjulegt að minnast þess að samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hefur enginn sjómaður farist við skyldustörf síðastliðinn þrjú ár. Þetta er áfangi sem vert er að minnast og gleðjast yfir. Í Sjóminnjasafninu við Grandagarð má sjá lista milli fyrstu og annarrar hæðar yfir sjómenn sem farist hafa við skyldustörf. Hann er langur og lætur engan ósnortinn.

Engin ummæli: