miðvikudagur, 9. nóvember 2016

Trump vann forsetakosningarnar !!

Framkvæmdamaðurinn Trump er á leiðinni í Hvíta húsið. Það sem kemur fyrst upp í hugann er skoðanamyndandi áhrif fjölmiðla og skoðanakannana og hversu hrapalega vitlaust var spáð fyrir sigri Hillary Clinton. Bak við eyrað voru þó samtöl við nokkra Ameríkana úr ólíkum áttum, sem sögðu að Trump myndi sigra. Annað truflaði mig, það var hversu mikil umræða var um Trump á félagsmiðlum, þótt hún væri aðallega neikvæð. Þriðja atriðið var hvernig hann vann keppinautana í forvalinu. Ted Bush t.a.m. hafði ekkert í hann í kappræðum. Fjórða var samtal við spænskan lögfræðing hér í Tarragona, sem búið hefur í USA. Hann fullyrti að Trump væri ameríski draumurinn holdi klæddur, hann yrði sigurvegari kosninganna. Kom þetta á óvart? Já, en samt ekki.

Engin ummæli: