sunnudagur, 30. október 2016

Efnahagserfiðleikar á Spáni

Ég átti áhugavert samtal í dag við Katalóníumenn um stjórnmál og efnahagsmál. Þau vissu augljóslega úr fréttum hvernig úrslit kosninganna á Íslandi fóru. Það kom þeim ekki á óvart að Píratar fengu ekki meira fylgi. Þeir flokkuðu þá með öðrum "fráviksflokkum," líðandi stundar í Evrópu, en ekki sem langtímaafli í samfélaginu. Nú hefur tekist loks að mynda hægri minnihlutastjórn á Spáni, allavega tímabundið. Katalóníumennirnir horfði mjög til þess árangurs sem við höfum náð í efnahagsmálum og vonuðu að Katalóníu mundi takast að vinna sig úr sínum erfiðleikum. Það er mikið atvinnuleysi og áhyggjur af næstu framtíð. Ég reyndi að vera hvetjandi og sagði að við hefðum getað framleitt vörur til að selja og svo hefði ferðamannaþjónusta vaxið mikið. Auk þess sem vel hefði gengið að greiða úr skuldamálum okkar. Í nýlegum spænskum hagtölum væri aukning ferðamanna og minnkandi atvinnuleysi. Þeir játtu því og sögðu að þeir kynnu ferðamannaþjónustu. En höfðui áhyggjur því að þeir væru háðir gengi evrunnar og vísuðu til þess hvernig þeim hefði tekist áður að lækka pesetann til þess að gera Spán aðlaðandi áningarstað ferðamanna. Þessar umræður fóru fram á útiveitingastað í 25 stiga hita það hljálpar

Engin ummæli: