þriðjudagur, 19. janúar 2021

Selja banka og hvað svo?

 Það er í lagi að bjóða til sölu banka en ekki sama hverjum er selt svona í ljósi sögunnar. Íslandsbanki er að stofni til Útvegsbanki Íslands, Iðnaðarbankinn, Verzlunarbankinn og Alþýðubankinn. Útvegsbankinn átti að þjóna sjávarútveginum, en varð gjaldþrota vegna Hafskipa sem frægt er úr sögunni. Hinir áttu að þjóna iðnaðinum, versluninni og alþýðu hinna vinnandi stétta. Er ekki rétt að þessum aðilum gefist kostur á að kaupa bankann til baka. Að selja bankann Bjöggum, Jónum eða Ólum líst mér ekkert á og heldur ekki þýskum sparisjóðum sem reka einn eða tvo hraðbanka

Engin ummæli: