föstudagur, 29. janúar 2021

Nokkur orð um efnahagsmál og krónuna!

 Þorgerður Katrín talar um “bleika fílinn” sem ekki megi tala um þ.e. að íslenska krónan sé undirót þess verðbólguskots sem hefur orðið. Hún minnist ekki á nýlega kjarasamningshækkun upp á 7% við ríkjandi erfiðleika í efnahagsmálum. Hvað áhrif skyldi nú sú hækkun hafa á verðlag. Við búum við steinrunnið gæslukerfi verkalýðsfélaga, sem eru áratugum á eftir því sem almennt gerist í nálægum löndum í greiningu aðstæðna og ábyrgum vinnubrögðum. Þetta er semipólitískt sjálftökulið, sem hefur komið sér þar fyrir í vel vernduðu umhverfi meira og minna ábyrgðarlaust. Þessir svokölluðu fulltrúar okkar launþega hafa barist með kjafti og klóm í fjörtíu ár gegn afnámi verðtryggingar til þess að tryggja lífeyrissjóðina að eigin sögn. Höfum við notið þessa í lífeyrisgreiðslum? Nei en vísitölutryggingu skulu þeir fá auk 3% raunávöxtunar. Hvað hefur það þýtt fyrir efnahag heimila? Af hverju hafa 50 þúsund Íslendingar kosið að flytja til Norðurlanda? Margir með þeim kveðjuorðum að hér sé ekki búandi.

Engin ummæli: