fimmtudagur, 7. janúar 2021

"A face in the crowd"

Háttsemi Trumps minnir mig á kvikmynd sem ég sá ungur drengur með Andy Griffith: A face in the crowd. Myndin var framleidd 1957 og fjallar um illa innrættann flæking sem kemst til áhrifa fyrst í svæðisútvarpi og síðar vinsælum sjónvarpsþætti. Hann hvetur fólk til aðgerða gegn ýmsum m.a. stjórnmálamönnum og fyrirtækjum. Fólk flykkist í hópum heim til þeirra, sem útvarpsmaðurinn sigar því á. Þar kemur að framleiðendur á bak við þættina gerir sér grein fyrir því að nauðsynlegt sé að sýna hið rétta andlits þessa siðblinda sjónvarpsmanns. Árið 2008 ákvað Bókasafn bandaríska þingsins að þessi mynd yrði varðveitt í Þjóðarmyndasafni USA vegna menningarlegs, sögulegs og fagurfræðilegs mikilvægis. Andy Griffith varð stjarna eftir þessa mynd. Nú er spurning hvort ekki sé ráð að sýna nýjum kynslóðum þessa mynd. Þannig má ef til vill minnka áhrif komandi lýðskrumara, sem nota fjölmiðla sér til framdráttar. (Heimild: Wikipedia og minni shh)

Engin ummæli: