laugardagur, 23. janúar 2021

48 ár frá gosi í Vestmannaeyjum

 Fjörtíu og átta ár frá gosinu í Eyjum!! Man vel þegar móðir mín vakti mig með látum þennan morgun. Ég rauk upp kjallaratröppurnar heima og settist þar fyrir framan hana efst í stiganum. Orð hennar um að það væri eldgos í Vestmannaeyjum sitja enn greipt í minni mínu. Ég hélt hinsvegar í svefnrofanum að ég væri að missa af viðtali í útvarpinu, sem ég ætlaði að hlusta á. Minningar okkar af þessum atburði eru misjafnar. Sú sem hér er endursögð að neðan er mun dramatískari og er saga vinnufélaga míns, Björns Jónssonar skipstjóra, til margra ára.


Þetta skip, Ásberg RE 22 var síðasta skipið út úr Vestmannaeyjahöfn morguninn eftir að gosið hófst í Eyjum 23. janúar 1973. Um borð voru um 70 manns sem farið var með til Þorlákshafnar. Skipið var statt 10 sjómílur austur af Vestmannaeyjum á leið til loðnuveiða þegar Vestmannaeyjar kölluðu "Mayday, mayday" til allra nálægra skipa. Skipið snéri strax til Vestmannaeyja en skipverjar höfðu orðið varir við þegar eldsumbrotin hófust. Skipstjóri á skipinu var Björn Jónsson ættaður frá Ánanaustum.

Engin ummæli: