föstudagur, 5. febrúar 2021

Sæmundur Nikulásson minning

 Í dag vorum við við jarðarför Sæmundar Nikulássonar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Sæmi var eiginmaður hennar Elínar Þorsteinsdóttur móðursystur Sirrýjar. Um áratugaskeið var fjölskyldan á Hringbraut 26 fastur punktur í okkar lífi. Mikill samgangur var á milli þeirra systra Sigrúnar tengdamóður minnar og Elínar eða Ellu frænku eins og við kölluðum hana. Sæmi og Ella voru mikið útivistarfólk og minnisstæðar eru ættarferðir og góðar stundir austur í Skaftártungu. Síðasta ferð okkar með Sæma er eftirminnileg. Við fórum Fjallabak syðra suður, sem hann þekkti eins og lófann á sér í blíðskaparveðri líklega 2016, ógleymaleg ferð, fróðleg og skemmtileg. Ég er viss um það að nú verður mikið sungið og spilað á gítar í Sumarlandinu. Blessuðs sé minning Sæmundar.

Engin ummæli: