þriðjudagur, 16. febrúar 2021
Engin sorg á herðum, þótt ekkja falli í valinn (Einar Ben.).
Ég var búinn að leita töluvert að þessu ljóði í gegnum árin en fann aldrei. Man ekki heldur hver þessi vinkona hennar var. Þessi atburður kemur endrum og sinnum upp í hugann. Rakst svo í kjölfarið af þessum hugleiðingum mínum á þessa minningargrein eftir föður minn sem ég hafði ekki séð áður. Hann skrifar þessa grein mörgum mánuðum síðar. Hann hefur ekki ráðið við tilfinningar sínar við andlát hennar og tekið sér tíma til að minnast hennar. Veturinn 1969/1970 heimsótti ég afa og ömmu einu sinni í viku á miðvikudögum. Það var hlé í Austurbæjarskóla á miðvikudögum og í stað þess að hanga í skólanum gékk ég upp á Hringbraut til þeirra í hádeginu og borðaði með þeim og spjallaði. Ógleymanlegar gæðastundir fyrir óharðnaðan ungling. (uppfært febrúar 2021)
föstudagur, 5. febrúar 2021
Sæmundur Nikulásson minning
Í dag vorum við við jarðarför Sæmundar Nikulássonar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Sæmi var eiginmaður hennar Elínar Þorsteinsdóttur móðursystur Sirrýjar. Um áratugaskeið var fjölskyldan á Hringbraut 26 fastur punktur í okkar lífi. Mikill samgangur var á milli þeirra systra Sigrúnar tengdamóður minnar og Elínar eða Ellu frænku eins og við kölluðum hana. Sæmi og Ella voru mikið útivistarfólk og minnisstæðar eru ættarferðir og góðar stundir austur í Skaftártungu. Síðasta ferð okkar með Sæma er eftirminnileg. Við fórum Fjallabak syðra suður, sem hann þekkti eins og lófann á sér í blíðskaparveðri líklega 2016, ógleymaleg ferð, fróðleg og skemmtileg. Ég er viss um það að nú verður mikið sungið og spilað á gítar í Sumarlandinu. Blessuðs sé minning Sæmundar.