miðvikudagur, 24. mars 2021

Lífið er ferðalag

Eythor Edvardsson minntist í gær jarðarfarar sem faðir minn annaðist 1997. Hann spurði mig hvort ég vissi hver sá látni var og hvort ég mundi skilaboðin í ræðunni. Eftir smá umhugsun rifjaðist þessi saga upp: Það hefur verið hann Hagbart Knut Edwald frá Rauðamýri, sem var þar vinnumaður. Efnislega sagði pabbi að lífið væri undarlegt ferðalag. Þegar hann kom 6 ára gamall til Arngerðareyrar til sumardvalar í Tungu var enginn til að taka á móti honum. Þar sem hann stóð þarna vegalaus gaf sig að honum ungur maður, nefndur Hagbart sem sagðist mundi fylgja honum í Tungu. Leið þeirra lá aftur saman 60 árum síðar. Það kom í hlutverk pabba að flytja yfir þessum velgjörðarmanni sínum kveðjuorð og guðs blessun í ferðalok. Inntakið í minningarorðunum var að líf okkar er ferðalag  og á leiðinni mætum við fólki þar sem leiðir krossa. Í þessu tilfelli á unga aldri og svo aftur við ferðalok Hagbarts. Það var æskuvinkona pabba frá Ísafirði sem sá um jarðarförina. Hún hét Borghild Edwald og er móðir Kristjáns Þórarinssonar stofnvistfræðings SFS. Lífið er undarlegt ferðalag.

Engin ummæli: