föstudagur, 5. mars 2021

Kolbrún Hjartardóttir minning

 


Í dag var jarðsungin frá Kópavogskirkju föðursystir mín Kolbrún Hjartardóttir kennari og sagnfræðingur. Kolbrún var fædd árið 1935 á Ísafirði og flutti til Reykjavíkur 11 ára gömul. Hún hóf starfsferil hjá VSÍ en vann lengst af sem kennari við barnaskóla. Síðustu ár starfsferlis síns vann hún í Kópavogi. Kolbrún var mikill náttúru unnandi, elskaði að ferðast og far í gönguferðir um Ísland. Hún ferðaðist líka víða um heim. Hennar er minnst, sem góðrar frænku, sem ræktaði frændgarð sinn. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hennar. Blessuð sé minning Kolbrúnar frænku.


Engin ummæli: