mánudagur, 1. mars 2021

Skjálftahryna á Reykjanesi

 Við upplifum marga skjálfta á bilinu 4 til 5 á Richter skala þessa síðustu daga eða frá 24. febrúar. Sérfræðingar telja að þessa skjálfta megi reka til flekaskilanna. Þeir útiloka þó ekki eldsumbrot á Reykjanesi vegna þessara jarðhræringa. Telja það reyndar frekar ólíklegt. Önnur vá sem okkur gæti verið búin er að þessi hryna leiði úr leysingi stóran skjálfta austur af Brennisteinsfjöllum í átt að Bláfjöllum sem gæti orðið 6,5+ á Richter skala. Það sem hefur vakið óhug minn er hvað tilmæli Almannavarna hafa verið almenns eðlis. Rætt er um að gæta þess að hafa varan á sér varðandi þunga hluti í hillum. Borgarstjóri hefur rætt um að engin rýmingaráætlun sé varðandi höfuðborgarsvæðið! Ég hef undrast hversu lítið hefur heyrst í kjörnum stjórnendum landsins. Umræðan hefur nánast verið í höndum sérfræðinga. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að heyrast meira í kjörnum fulltrúum okkar við þessar aðstæður. Þeir eigi að setja  sig inn í  það hvers  er að vænta  og tala fyrir mismunandi sviðsmyndum. Ef þeir telja  enga hættu í stöðunni eiga þeir að lýsa þeirri skoðun en ekki þegja þunnu hljóði. 

Engin ummæli: