miðvikudagur, 19. maí 2004

Efnilega óperusöngkonan

Þegar unga, glæsilega sópran söngkonan hafði lokið við aríuna ruku áheyrendur á fætur og hrópuðu bravó, bravó. Nú auðvitað var söngkonan að syngja aríuna aftur. Enn hrópuðu áheyrendur bravó, bravó, bravó. Aftur kom söngkonan fram til að syngja aríuna. Enn og aftur stóðu áheyrendur á fætur og hrópuðu bravó, bravó, bravó og söngkonan kom inn á sviðið í þriðja skiptið. Þá var einni konunni í salnum nóg boðið og hallaði sér að manni sínum og spurði af hverju salurinn væri að hylla þessa söngkonu svona ákaft. Söngur hennar væri alls ekki góður. Maðurinn hallaði sér að konu sinni og sagði: "Sjáðu til elskan salurinn heldur áfram að hylla hana þar til hún hefur náð þessu rétt...." Hvað getum við lært af þessari sögu. Jú að með jákvæðu áreiti hjálpum við best hvort öðru til þess að ná árangri í því sem við erum að starfa. Stundum er það þannig að reyna þarf nokkrum sinnum til þess að ná tökum á hlutunum.

Engin ummæli: