þriðjudagur, 18. maí 2004

Píanósnillingarnir Hamelin og Kamenz

Hvílíkir snillingar þessir tveir menn eru! Á innan við mánuði hef ég notið þeirra forréttinda að sækja tvenna tónleika með píanósnillingum. Hinn fyrri var í Salnum í Kópavogi þann 25. apríl sl. þar sem Igor Kamenz lék og sá síðari í Háskólabíó 15. maí sl. með Marc-André Hamelin. Sá síðarnefndi höfðaði meira til mín. Hann var sannkallaður píanó "virtuoso" svo maður slái nú um sig með óskiljanlega afburðahæfileika. En það er ekki þar með sagt að halla beri á Kamenz þrátt fyrir það. Ég hvet alla sem eiga þess kost að fara á hljómleika hjá þessum mönnum. Seldar voru plötur með Marc André Hamelin á tónleikunum, en ég veit ekki hvort Kamenz hefur spilað inn á plötur, þótt ég telji það líklegt. Það sem stendur hinsvegar upp úr varðandi þessa tónleika er hversu aðstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Það er ekki hægt að leggja að jöfnu hvað tóngæðin í Salnum í Kópavogi eru margfallt betri en í Háskólabíó. Háskólabíó er ekki boðlegt til svona tónleikahalds eftir að búið er að upplifa sambærilega tónleika í Salnum. Kópavogsbúar geta verið stoltir af því að eiga jafn góða aðstöðu eins og Salurinn er.

Engin ummæli: