föstudagur, 28. maí 2004

Pálmi frændi í heimsókn.

Pálmi bróðir Sigurðar Ingvarssonar er kominn í heimsókn til Íslands eftir að hafa verið burtu í 5 til 6 ár. Hann hefur búið í Seattle undanfarin ár. Breytingar sem átt hafa sér stað á þessum tíma í Reykjavík og nágrenni þykja honum stórfenglegar. Hann segist bara ekkert kannast við sig hér á höfðuborgarsvæðinu. Maður kannast sjálfur svo vel við þessa tilfinningu. Þegar við höfðum verið samfellt á annað ár í Svíþjóð hér um árið fundust okkur líka breytingarnar í borginni með ólíkindum. En svona er þetta, borgarsamfélagið blæs út ár frá ári. Þetta gerist á meðan aðrar byggðir eiga í vök að verjast. Þessi þróun á sér stað einnig í nálægum löndum. Sá fær líklega Nóbelinn sem finnur farsæla lausn á þessari þróun. Ef til vill er þetta þó ekki flóknara en svo að maður er manns gaman. Þar sem byggðin er þéttust og fólkið flest sækir fólkið frá jaðarsvæðunum til. Geri þó ekki kröfu um Nóbelinn fyrir þessa "alþýðuskýringu" mína, eins og Hjörtur mundi kalla hana.

Engin ummæli: