miðvikudagur, 2. júní 2004

Bessastaðavaldið- nýtt afl í ískenskri pólitík

Þetta var dramatískt hjá "Bessastaðavaldinu" í dag þegar landslýð var gjört kunnungt að ekki yrði skrifað undir fjölmiðlafrumvarpið en í staðinn yrði það lagt í þjóðaratkvæði. Ekki vekur minni athygli að forystumenn stjórnarandstöðunnar koma fram í fjölmiðlum og eru harla ánægðir með það að lagasetningarvald Alþingis sé afnumið með þessum hætti. Augljóst er að ekkert verður sem áður í þjóðmálaumræðunni. Þjóðaratkvæðisrétturinn er orðinn virkur og hann verður svífandi yfir lagafrumvörpum í framtíðinni. Þingmeirihluti er ekki lengur trygging fyrir því að koma málum í gegnum þingið. Grunnstoðir lýðveldisins eru í uppnámi og vandséð hvernig verður bætt úr því. Þetta eru álitaefni sem leita nú á hugan. Ég deili semsagt ekki skoðunum með þeim sem telja þetta vera hið besta mál hjá "Bessastaðavaldinu" og sé bara gott á ríkisstjórnina og gott á Davíð eins og einhver orðaði það í dag. Slíkur málflutningur er fyrir neðan allar hellur og lýsir mikilli skammsýni. Ég tel að þetta gönuhlaup hafi aðeins skapað stærri vandamál í stjórnun þessa lítla samfélags í framtíðinni.

Engin ummæli: