miðvikudagur, 23. júní 2004

Veislan heldur áfram...

Hvílík fótboltaveisla. Leikurinn milli Dana og Svía í gær var frábær skemmtun. Þetta er skemmtilegasta Evrópukeppni sem ég hef horft á, ef undan er skilin keppnin í Gautaborg 1992 þegar Danir urðu meistarar. Það rekur hver stórleikurinn annan og dramatíkin bara eykst. Eins gott að hafa eitthvað annað að hugsa um en leiðindin hér á Fróni. Annars er lítið að frétta þessa dagana. Veðrið áfram mjög gott. Sól og sumarylur.

Engin ummæli: