miðvikudagur, 16. júní 2004

Það er kominn 17. júní tralllalla

Þannig var það áður fyrr. Nú erum við bara tvö saman. Síðasti unginn ekki heima á 17. júní. Mikið drama búið að vera í boltanum. Sá leikinn milli Portugala og Rússa í dag(2-0). Svo sá ég leikinn milli Þjóðverja og Hollendinga (1-1). Hef ekki náð að sjá aðra leiki nema í endurspili hjá Þorsteini J. Vilhjálmssyni. Ég er farinn að hafa áhyggjur af því hvernig þetta verður allt saman þegar þessari frábæru keppni lýkur. Yfir hverju eigum við þá að dreifa huganum og skemmta okkur. Hjá okkur er ung stúlka frá Kanada í heimsókn. Hún er hér á vegum Rotary hreyfingarinnar. Búin að ferðast víða um landið og verður hér á landi til mánaðarmóta. Verðum að sinna henni næstu fjóra daga. Sú virðist aldeilis vera búin að fá kynningu á Íslandi og því sem landið hefur að bjóða.

Engin ummæli: