sunnudagur, 27. júní 2004

Evrópuboltinn er smáþjóðaleikar.

Ég hef hitt naglann á höfuðið hérna um daginn með það að EM keppnin væri að þróast í smáþjóðaleika. Svona áður en íþróttafréttaritararnir gerðu það að klisju. Portugalarnir sendu Englendingana heim og Tékkar sendu Frakkana heim. Þannig að þetta hafa verið leikar smáþjóðanna. Nú sendu Tékkarnir Danina heim. Ég veit svo sem ekki hvor þjóðin er fjölmennari en báðar hljóta að teljast til smáþjóða. Áður höfðu Portugalir sent Svíana heim. Við höfum ekki verið svikin með það að þetta hefur verið sannkölluð knattspyrnuveisla. Ég spái því að það verði Portugalir sem vinni þessa keppni.Nú fer að draga til tíðinda. Ég er farinn að kvíða fyrir lokum þessarar veislu þegar bummerinn kemur og maður hefur engan bolta til þess að ylja sér við eftir vinnu. Jæja það líður hjá. Ég man bara að eftir heimsmeistarkeppnina í Japan þá var maður lengi að ná sér. Kom heim og starði á svartan skjáinn. Þetta er nú kannski aðeins fært í stílinn. Ha hver var að tala um forsetakosningar......

Engin ummæli: