miðvikudagur, 16. júní 2004

Kris Kristoferson á tónleikum í Höllinni

Við Sirrý skelltum okkur í Laugardalshöllina á mánudagskvöldið og hlýddum á tónleika með Kris Kristoferson hinum ameríska. Upphitun og stuðið sáu Ríó tríó um ásamt KK. KK er alltaf góður. Ríó stendur alltaf fyrir sínu. Leyninúmer hjá KK var upphálds söngkonan mín hún Ellen Kristjánsdóttir systir hans. Söng hún lagið: When I think of engels, I think of you. Það var gaman að hlusta á Kris Kristoferson. Söngurinn eða "raulið" hans er svona einfalt form til þess að koma boðskapi textanna á framfæri. Hann er á móti misbeitingu valds, mannvonsku og stríði. Það er ekki laust við að maður fengi gamla "Woodstock fílinginn." Það fór ekki milli mála að þarna fór mikill friðarsinni. Sá var ekki að vanda Clinton og Bush kveðjurnar. Lagið sem ég tengi honum helst er: Help me make it through the night, sem reyndar Ríó tríó hefur haldið lifandi öll árin hér á landi. Höllin var full af fólki og þetta var hin besta skemmtun. Þekkti þarna mörg andlit af kynslóðinni + 45. Nú höfum við náð á 28 árum að sækja tónleika með þremur úr "Highwaymen genginu" þ.e. Johnny Cash sem við sáum í Gautaborg 1977, Willy Nelson sáum í Oslo 1998 og nú Kris Kristoferson. Sáum aldrei Waylon Jennings, en hann dó árið 2002. En þetta hafa allt verið afar eftirminnilegir tónleikar, en ólíkir. Ætla ekki að vera neikvæður en kynnir kvöldsins var einu orði sagt "substandard".

Engin ummæli: