mánudagur, 7. júní 2004

Afkomendur Ingvars og Friðrikku.

Hér í Brekkutúninu var fjölskylduboð á laugardaginn, sem tókst í alla staði vel þótt það hafi lent í skugganum af D-day og Sjómannadeginum hér á blogginu. Föðurfólk Sirrýjar kom saman í tilefni veru Pálma frænda hennar hér á landi. Hann heldur aftur til USA nú í vikunni. Þetta var ánægjuleg stund og tókst í alla staði vel þótt ýmsa hafi því miður vantað. Mikið rætt um gjörðir forsetans og sýndist sitt hverjum. Rætt var um grunngerð þjóðfélagsins: framkvæmdavald, löggjafavald,dómsvald og nú forsetavaldið eða "Bessastaðavaldið" eins og ég kýs að kalla það. Eins og svo oft áður þá virðist afstaða fólks miðast fyrst og fremst við það hvoru megin hryggjar það fylkir sér þ.e. til vinstri eða hægri. Nú svo eru alltaf einhverjir sem vilja sitja klofvega á hryggnum. Veðrið var yndislegt og bauð upp á það að verið væri út á palli í sólinni.

Engin ummæli: