fimmtudagur, 10. júní 2004

Sól, sól, og sitt lítið af hverju...

Það er yndælt sólarveður í höfðuborginni og nágrannabyggðum. En það er ekkert sérstaklega hlýtt úti ca. 10 til 12°C. Grillað á pallinum í gær þessar líka fínu kindakótilettur. Vorum í afmæli og "housewarming" hjá Birni og Sigríði á þriðjudaginn. Mallorka farar hringdu og eru í góðum gír. Mig grunar að þau sé nú farið að langa heim, enda þriðja vikan hafin. Kvöddum Pálma frænda í gær. Hann fer til Seattle í dag. Hann segist ætla að koma aftur eftir tvö ár. Claus frændi er hér á landi að heimsækja son sinn. Hann býr hjá Oddi. Amma er komin í hvíldarinnlögn á Landakot. Nú styttist í að Sigrún fari í söngferðalagið til Ítalíu n.k. mánudag. Þetta eru nú helstu fréttir úr stórfjölskyldunni. Man ekki eftir öðru.

Engin ummæli: