föstudagur, 4. júní 2004

Glæsilegur og hátíðlegur kórsöngur.

Við fórum í Grensáskirkju í gærkvöldi fimmtudaginn 3. júní og hlýddum á undurfagran kórsöng þriggja kóra, sem sameinaðir eru í einum kór: Stúlknakór Reykjavíkur, Stúlknakór Grensáskirkju og Unglingakór Digraneskirkju. Sigrún okkar syngur með þessum kór en hún er í Unglingakór Digraneskirkju. Á prógrami kvöldsins voru þau lög sem kórinn mun syngja á Ítalíu nú um miðjan júní. Meðal laga má nefna Kyrie, Gloria, Te Deum og Heyr himnasmiður, Ave Maria, Sanctus,Adoramus te Christi, Pie Jesu,One Small Voice og að lokum Angus Dei. Alls eru um 70 stúlkur í kórnum. Stjórnendur eru Heiðrún Hákonardóttir og Margrét J.Pálmadóttir. Þessi stund var hápunktur dagsins og afar ljúf. Við óskum kórnum velfarnaðar í Ítalíuförinni og erum þess fullviss að Ítalir verða ekki sviknir af þessum glæsilega sönghópi. Reyndar má velta því fyrir sér hversvegna einmitt þeir verða þessa heiðurs aðnjótandi.

Engin ummæli: