þriðjudagur, 29. júní 2004

Júnílok á næsta leiti.

Tíminn líður ótrúlega hratt. Júnílok á næsta leiti. Sumarsólstöður, Jónsmessan þutu hjá og maður varð ekki var við það. Það stafar nátturlega af því að maður hefur verið svo upptekinn af því að fylgjast með boltanum. Nú hillir undir úrslitaleikina tvo. Það verður spennandi að fylgjast með þeim. Jú reyndar við sóttum Sigrúnu út á flugvöll þann 21.júní um nóttina. Það var ótrulegt sjónarspil að sjá sólina í austri vera að hefja sig upp fyrir fjöllin. Himininn heiður og útsýnið stórkostlegt hvert sem litið var. Júní hefur verið ótrúlega skemmtilegur mánuður. Það sér maður þegar maður skoðar bloggið júní. Nú verður maður að fara að undirbúa sig fyrir ferðina til Kanada á slóðir Vestur-Íslendinga í lok júlí. Allar góðar ábendingar vel þegnar.

Engin ummæli: