þriðjudagur, 6. júlí 2004

Þar sem frá var horfið...

Við vorum að koma úr sumarbústað í Þrastarskógi. Skógarsel heitir bústaðurinn og er í eigu S.F.L.Í. Fórum á föstudaginn 3. júlí síðastliðinn. Höfum átt þarna ágæta daga í yfirleitt mjög góðu veðri. Rúntuðum um Árnessýslu milli þess sem flatmagað var á sólpalli nú eða verið í heita pottinum. Margir hafa heimsótt okkur þessa daga: Björn, Sigríður, Hilda, Sunna, Hjörtur, Unnur, Valdi og Stella og svo Halla og Örn. Reyndist ekki sannspár með úrslitin í boltanum. Aumingja Portugalarnir ég sárvorkenni þeim. Annars erum við búin að vera að skoða landskika í Grímsnesinu. Sáum ýmsa staði sem áhugaverðir væru fyrir bústað. En við erum ekki nógu spennt til þess að fara út í svona ævintýri. Hvað svo sem síðar verður. Þetta kostar svo mikið að standa í þessu. Þannig að það er best að fá þetta leigt. Þótt mikið sé af bústöðum í Grímsnesinu þá er þetta mjög þægilegur staður mátulega langt frá bænum. Heilmikið við að vera í nágrenninu og falleg náttúra. M.ö.o. flest það sem sumarhúsaeigendur eru væntanlega að leita að. Enda flykkjast þeir inn á þetta svæði. Enduðum daginn í dag á að fara á Laugarvatn og fá okkur hádegisverð í Lindinni á Laugarvatni. Af einskæri tilviljun hittum við Gussa og Inger vini okkar frá Kungsbacka í Svíþjóð, sem eru á ferðalagi hér með sænskum vinum sínum. Svona eru tilviljanirnar í lífinu. Áttum með þeim ánægjulega samverustund.

Engin ummæli: