laugardagur, 17. júlí 2004

Sumarfrí

Við komin í þriggja vikna sumarfrí. Fátt liggur fyrir varðandi það hvernig við ætlum að eyða þessum tíma fyrir utan að sjálfsögðu Kanadaferðina. Undirbúningur að sjáfsögðu á fullu. Ætli maður ferðist ekki eitthvað innanlands að venju og reyni að laga til í kringum húsið. Helstu fréttir eru þær að Hjörtur og Ingibjörg eru komin frá París og London. Segja að hvergi sé betra en á Íslandi. Sigurður Ingvarsson er að fara að hitta Snorra son sinn í Seattle. Þeir ætla að fara í mánaðar ferðarlag um USA áður en þeir koma heim til Íslands í lok ágúst. Snorri verður þá alkominn heim eftir langa og stranga dvöl í USA yfir 10 ár a.m.k. Sigurður verður 70 ára 16. ágúst þannig að hann verður á ferðalagi á afmælisdegi sínum. Eftir öðru man ég nú ekki í bili.

Engin ummæli: