laugardagur, 24. júlí 2004

Fréttir úr fríinu og Exit 3.

Við höfum nánast eingöngu verið í og við höfuðborgarsvæðið. Höfum farið skottúra austur fyrir fjall. Lengst í Skaftártunguna einn dag. Annars verið heima við í góða veðrinu undanfarna daga. Undurbúningurinn fyrir USA og Kanadaferðina er í fullum gangi. Við höfum aldrei undirbúið okkur eins fyrir nokkra ferð enda er hún í flokknum: Menningarferðir. Námskeið, fundir, lestur bóka, nótnagrúsk, samræður við gesti okkar frá Kanada í júní. Þetta er búið að vera stíf vinna við undirbúning ferðarinnar. Tímanum hefur aðallega verið varið í Vesturfaratímabilið 1870 til 1915. Þær hlupa a.m.k. á tveimur tugum bækurnar sem búið er að renna í gegnum varðandi það tímabil. Það rann svo allt í einu upp fyrir mér í síðustu viku að við hefðum meira og minna gleymt að kynna okkur Kanada "today" ef frá er talin heimsókn Jennu litlu félagsráðgjafa frá Kanada á vegum Rotary sem gaf okkur stutta kynningu á Kanada. Vel á minnst þessi ferð er á vegum Rótaryfélaganna í Kópavogi. Það er svo sem enn tími til að afla frekari upplýsinga um landið áður en við förum. Allavega er okkur það orðið ljóst að það er ekki víst að mann- og staðháttalýsingar sem eru 90 til 130 ára gamlar dugi í ferðinni. Flogið verður til Minniapolis í USA og það verður ekið í rútu norður til Winnipeg. Skoðunarferðir út frá borginni er þungamiðja ferðarinnar. Winnepeg er ein af stærstu borgum Kanada með íbúafjölda nálægt 6 til 7 hundruð þúsund manns. Þar verðum við í fimm nætur. Hápunktur ferðarinnar verður þátttaka í Íslendingadeginum í Gimli. Svo verða ýmsar styttur og staðir heimsóttir sem tengjast þessu tímabili. Þar á meðal verður Elliheimilið Borg heimsótt og Vestur- Íslendingar eða afkomendur þeirra leitaðir uppi. Þetta á allt eftir að koma í ljós þegar þar að kemur. Annars var Sirrý að segja yfir öxlina á mér að ég mætti ekki gleyma Mall of Amerika, EXIT 3 í þessari upptalningu. En það er inngangurinn sem hún á að ganga inn um svo að hún týnist ekki í þeirri búðarholu.

Engin ummæli: