mánudagur, 26. júlí 2004

Smá fiðringur fyrir ferðina.

Það er vaxandi fiðringur í manni vegna ferðarinnar til Kanada. Þetta er búinn að vera svo langur aðdragandi og nú loks hyllir undir það að við leggjum í hann. Passi, farseðill og ferðaprógram liggja fyrir. Nú er bara að fara að setja ofaní töskurnar. Mbl. var með frétt um það í vikunni að það væru 250 Íslendingar á sömu leið og við til þátttöku í Íslendingadeginum í Gimli 2. ágúst. Augljóslega mikill áhugi fyrir vesturferðum um þessar mundir. Það minnir mig á það að á alþingishátiðina 1930 komu 500 Vestur-Íslendingar til þess að taka þátt í henni. Þannig að þetta er langt frá því að vera eitthvert met í heimsóknum hjá okkur þótt við séum þó svona mörg.

Engin ummæli: