laugardagur, 10. júlí 2004

Borgarblús og veður til að skapa.

Loksins, loksins, loksins hljóðnaði borgin. Það þurfti ský fyrir sólu og úða um hádegisbilið til þess að þagga niður í þessum tækjum og tólum allt í kringum okkur. Það er með ólíkindum hvað hljóðmengunin eykst þegar sólin skín. Þá fara framkvæmdamennirnir af stað að múra og mála, smíða og hefla og moka. Það er hvergi kyrrð til þess að njóta þessara örfáu sólargeisla. Í stuttu máli sagt í dag var "veður til að skapa" eins og granninn segir. Í París hef ég fregnað það í dag að veðrið hafi ekki verið til þess fallið að skapa neitt, nema þá helst leiðindi.

Engin ummæli: