fimmtudagur, 8. júlí 2004

Blíðan í bænum

Það hefur ræst úr veðrinu í dag. Sannkallað sumarveður nú síðdegis. Skoðuðum nýja/gamla bíla í dag, en sáum ekkert sem okkur langaði að kaupa. Fórum því og keyptum hjólkoppa á Suparuinn hjá Koppa-Valda, eins og nágranni hans kallaði hann. Þar með er öllum bílakaupum slegið á frest um óákveðinn tíma. Haldiði að það sé munur að vera svona nægjusamur. Annars verið heimavið aðallega í garðstörfum. Hef að vísu aldrei séð sjarmann við slík störf. Annars tíðindalítill dagur. Hjörtur sendir okkur með jöfnu bili fréttaskeyti frá París. Sá m.a. Monu Lísu í dag.

Engin ummæli: