mánudagur, 19. júlí 2004

Sólardagar

Það er yndislegt að hefja sumarfríið þegar veðrið er eins og það hefur verið síðustu daga. Sól og aftur sól og léttur hlýr andvari. Það er ekki hægt að biðja um meira. Það stóð nú til hjá okkur að þeysast eitthvað um landið, en maður hægir á sér þegar veðrið hér á heimaslóðum er jafn gott og raun ber vitni. Nú er gaman að eiga góðan sólpall. Annars fórum við dagsferð austur í Skaftártungu á laugardaginn. Það var ágætt en það fór að rigna þegar við komum í Mýrdalinn og var rigning í Skaftártungunni. Þannig að við fórum heim aftur síðdegis eftir að hafa heimsótt Höllu og Örn í " Höllukot". Við höfum vissulega átt góða daga þessa helgi og þennan frídag.

Engin ummæli: