mánudagur, 12. júlí 2004

Veiðiferð í Laxá á Refasveit.

Um þessa á segir á Netinu: "Þykir (er) afar falleg, nokkuð vatnsmikil, tveggja stanga á. Laxá á Refasveit fellur til sjávar í Húnaflóa milli Blönduóss og Skagastrandar. Í henni veiðast þetta 100 til 300 laxar, allt eftir styrk árganga hverju sinni. Oft veiðast stórir fiskar í Laxá. Í veiðihúsinu sjá menn um sig sjálfir." Við Helgi fórum þarna seinni partinn í gær. Mjög gaman að skoða ánna, en engin var veiðin, ef frá eru taldir tveir silungar. Sáum lax en náðum ekki að fá hann til þess að taka. Lögðum að stað norður kl. 13.00 og vorum komnir í bæinn kl. 00.30.

Engin ummæli: