þriðjudagur, 27. júlí 2004

Fréttir úr fríinu

Sigrún var sautján ára í gær. Undirbýr sig á fullu við að taka bílpróf. Hélt hér hóf á sunnudaginn í tilefni þessara tímamóta. Ágætis kaffisamsæti í hefðbundnum stíl. Við erum að undirbúa okkur fyrir ferðina. Nú fer þetta að styttast í hana. Höfum verið í ýmsum smálegum útréttingum. Annars er veðrið hér dag eftir dag með ólíkindum. Pallaveður dag eftir dag. Maður á bara ekki að venjast svona hlýviðri dag eftir dag. Er að leita mér að upplýsingum um Mountain i North Dacota. Ég hef allan tíman horft fram hjá því að leiðin liggur um og í gegnum BNA. Hugurinn er allur í Kanada. Það er auðvitað út af þessum Vestur-Íslendingapælingum mínum.

Engin ummæli: