sunnudagur, 6. júní 2004

Sjómannadagurinn og Innrásin í Normandy

Í dag er hátíðardagur sjómanna, Sjómannadagurinn, sem við höldum hátíðlegan til heiðurs okkar mönnum. Sjómönnum eru hér færðar bestu óskir í tilefni dagsins. Í dag er líka 60 ár síðan innrásin í Normandy átti sér stað. Vafalaust er þessi atburður sá sem markar mestu og örlagaríkustu tímamót í sögu 20. aldarinnar. Ég hef fylgst með Sky og CNN gera þessum atburði viðeigandi skil í sjónvarpinu í dag. Ég neita því ekki að oft hefur manni vöknað um augun af myndskeiðum af gömlu hermönnunum sem þarna eru samankomnir til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum. Efst er þeim þó í huga gömlu félagarnir sem létust á þessum degi. Segjast hafa komið áður og mundu koma aftur vegna þeirra. Þetta voru mest strákar á aldrinum 17 til 25 ára, sem var falið að ganga fyrir bissukjafta Þjóðverja. Nálægt 10 þúsund piltar létust á fyrsta degi innrásarinnar. Það er helst til tíðinda við þessa athöfn að Schröder kanslari er viðstaddur hátíðarhöldin. Fyrsta skipti sem fulltrúa Þýskalands er boðið á slíka minningarathöfn. Fréttamennirnir segja að enn séu sumir gömlu hermennirnir ekki á eitt sáttir með það. Skilboðin frá þessari minningarathöfn finnst mér vera þau hvað tilviljanir í lífnu virðast ráða miklu um auðnu okkar. Sbr. sitt er hvað gæfa eða gjörvuleiki.

Engin ummæli: