miðvikudagur, 26. maí 2004

Hæ, við erum komin frá Svearíki

Jæja þá erum við komin heim í heiðardalinn. Mikið var nú gaman að "ströva" um götur Stockhólms meðan frúin var að fræða frændur okkar á Norðurlöndum um öldrunarmálin. Að vísu var ansi kallt þetta 5°C og rok og rigning. Maður heldur að það sé alltaf betra veður í útlandinu. Skoðuðum Vasa skipið, fórum í flottar veislur og hittum margt skemmtilegt fólk. 17.norræna ráðstefnan um öldrunarmál var opnuð með athöfn sunnudaginn 23.maí. með því að Peter frá Uppsölum söng fimm tangólög, eitt lag frá hverju landi. Okkar tangólag var lag Sigfúsar Halldórssonar: Vegir liggja til allra átta. Fórum í móttöku hjá borgarstjórn Stockhólms og skoðuðum glæsilegt ráðhús þeirra (klárað 1923). Þar sem árlega er haldin Nóbelshátíðin. Eftirminnilegur er gylti mósaíksalurinn í því ágæta húsi. Aðalhóf ráðstefnunar var í gömlum matvörumarkaði(Saluhallen við Östermalmstorg) innan um litlar sölubúðir. Við lyktuðum af fiski- og kjöti eftir þetta hóf. Maður verður víst að segja að það var öðruvísi(eða annorlunda eins og Svíar segja). Ég fór og skoðaði Drotningholm höllina með tveimur öðrum íslenskum fylgdarmönnum. Kvöddum Stockhólm og marga gamla kunningja með söknuði í dag.

Engin ummæli: