fimmtudagur, 1. október 2009

Vestur á firði

Ísafjarðarbær. Var á fundi með vestfirskum útvegsmönnum á Ísafirði í dag. Fórum með morgunvélinni og tókum síðdegisvélina til baka. Fengum gott flugveður báðar leiðir. Mikill mótvindur á leiðinni vestur og vélin haggaðist ekki. Við fengum nokkrar sveiflur þegar vélin lækkaði sig til lendingar á Ísafirði en það tilheyrir nú bara. Annars hið þægilegasta flug í alla staði. Veðrið var svalt fyrir vestan og hvít snjóföl niður í miðjar hlíðar. Það er víst kominn vetur því verður ekki mótmælt. Það er viss hvíld í því að komast út úr bænum og hitta fólk sem er í aðeins meiri fjarlægð frá atinu hér fyrir sunnan. Það er ekki laust við að maður fái aðra sýn á vandræðaganginn við það að skipta um umhverfi. Best að huga að því um helgina.

Engin ummæli: