sunnudagur, 27. september 2009

Þykir þeim ekki lengur vænt um okkur?

"Þykir þeim ekki lengur vænt um okkur?" Þetta voru fyrstu viðbrögð vinar míns við því að Hollendingar og Englendingar sendu okkur til baka Icesave samninginn ósamþykktan. "Jú, ég er allveg viss um það," svaraði ég að bragði og hugsaði til breska tryggingasalans, gamals vinar míns sem sagði mér stoltur frá því hér um árið hvernig hann hefði annast tryggingar á varðskipum okkar á Loyds markaði í síðustu landhelgisdeilu við Breta og sótt bætur eftir að bresk herskip voru búin að sigla á þau. Maður á ekki að setja samansemmerki milli fólks og ríkisstjórna. Þótt Gordon Brown sé illur út af Icesave bullinu, sem ég geri ráð fyrir að sé neðarlega á verkefnalista ríkisstjórnar hans, er ekki þar með sagt að Bretum þyki ekki lengur vænt um okkur. Brown er fyrst og fremst illur yfir því að ultra frjálshyggja breskra jafnaðarmanna og svik þeirra við jafnaðarstefnuna er að hrynja. "New Labor" stefnan var sniðin að því að ná völdum í Bretlandi með öllum tiltækum ráðum. Flestum hugsjónum félagshyggjumanna var varpað fyrir róða til þess að ná þessu markmiði. Þeir félagar Blair og Brown töluðu um nýja tíma og yfirbuðu íhaldsmenn og gerðurst kapitaískari en kapítalistarnir í Íhaldsflokknum. Fyrst fékk Blair að njóta sín í forsætisráðherrastólnum. Hann vann það afrek hefja styrjöld í Írak á fölskum forsendum ásamt George Bush vini sínum. Þá fór að fjara hratt undan honum og félagi hans Gordon Brown knúði á og vildi í aðalstólinn. Lagarefurinn Blair vissi að "new labor" var á fallanda fæti enn ein blaðran sem byggði á sviksemi við hugsjónir hlaut að sprynga fyrr en síðar. Tony Blair ákvað að nýta sér metnað mr. Brown til þess að verða númer eitt í Downing Street. Sagnfræðingurinn Brown sá ekki við lögfræðingnum Blair, sá ekki vatnaskilin nálgast og stóð einn eftir á ísilögðu díkinu þegar örþunnur ísinn brast undan honum. Auðvitað er Gordon Brown sár og reiður. Þetta átti aldrei að verða svona. Blair sleppur frá málinu en hann situr í fastur í díkinu og fær dóm sögunnar um að vera sá er klúðraði málum. Í örvæntingu sinni reynir hann að leika mikilvirkan leiðtoga eins og hann hefur vafalaust lesið um í mannkynsögunni. Það sjá það hinsvegar allir að Brown er enginn Churchill og verður það aldrei. Félagshyggjuöflin munu gera "new labor" dæmið upp og sagan mun ekki fara mildilega um þá félaga Blair og Brown. Reiði Browns snýr ekki að okkur frekar en reiði Breta. Það var ekki íslenska þjóðin sem fór til Hollands og Englands og opnuðu þar innlánsreikninga og sólunduðu milljörðum punda af þessum innstæðureikningum. Það sér allt sómakært fólk. Þess vegna höfum við ekkert að óttast þótt að við stöldrum aðeins við spyrnum við fótum og segjum hingað og ekki lengra. Allt fólk sem ég hef kynnst erlendis og þekkir eitthvað til mála hér ber virðingu fyrir okkur sem þjóð, dugnaði okkar og ósérhlífini. Auðvitað gerir það stundum grín að litla Íslandi sem vill vera jafningi þjóða sem telja margfallt fleiri þegna. Nú ertil dæmis talað um að fólk "reikni" eins og Íslendingar í stað þess að segja að það kunni ekki að reikna. Við hinsvegar þurfum að átta okkur á því að við erum örþjóð. Í framtíðinni eigum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Það er ekki sama og láta minnimáttarkenndina taka völdin. Nóg í bili kveðja.

Engin ummæli: