mánudagur, 21. september 2009

Ísland í Agenda

Agenda Fyrst ég er farinn að segja ykkur frá umfjöllun af okkur í Svíþjóð þá greindi rithöfundurinn Hallgrímur Helgason frá því í fréttaþættinum Agenda þann 13. september að búið væri að gera Ísland að kommúnistaríki, þökk sé bönkunum. Ríkið ætti öll fyrirtæki í landinu. Er þetta nú raunsönn mynd af aðstæðum hér á landi? Af hverju er verið að yfirdrífa aðstæður hér með svo öfgafullum hætti? Er þetta landi og þjóð til framdráttar? Ég veit hinsvegar að þessi fréttaflutningur hefur vakið ugg meðal margra landa okkar sem búa í Svíþjóð vegna þess að þeir eru líklega þeir einu sem láta sig stöðu mála varða einhverju, þó ekki væri nema vegna fjölskyldna sinna hér á landi. Síðan var fylgst með æsifréttastöðinni Sögu og hlustað þar á samtal þar sem ekki var alveg ljóst hvort að þáttastjórnandinn eða viðmælandi í síma voru beinlínis að hvetja til uppþota. Hvaða tilgangi þjónar það að vera með svona málflutning í öðru landi? Spyr sá sem ekki veit.

Engin ummæli: