föstudagur, 4. september 2009

Gangur EITT - gangi ykkur vel

Gangur EITT kallaðist aðstaða mín á spítaladeildinni á Landsspítalanum sem ég mætti á í morgun í rannsókn. Deildin var yfirfull af veiku fólki. Við vorum tveir sem þurftum að nýta okkar ganginn. Ég undirbjó mig glaður á ganginum undir aðgerðina yfir því að taka ekki herbergisrúm frá veiku fólki. Þjónusta var öll eins og best var á kosið þrátt fyrir þröngan húsakost og það truflaði ekki að verið var að kynna starfsfólkinu miklar sparnaðaraðgerðir og niðurskurð þennan dag. Allstaðar mætti maður hlýleik og veljvilja - "gangi þér vel" voru kveðjuorð allra sem ég átti samskipti við. Ég þurfti á þessari hvatningu að halda því ég var kvíðinn yfir því hvað rannsóknin mundi leiða í ljós. Til að gera langa sögu stutta gékk rannsóknin vel fyrir sig og leiddi ekki til frekari aðgerða. Það eru mikil forréttindi að geta kvatt sjúkrahúsið og gengið heilbrigður út í dagsins önn. Það verður með öllum tiltækum ráðum að tryggja að sú mikilvæga þjónusta sem veitt er á Landspítalanum verði til staðar. Það þarf að standa vörð um starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar. Þessvegna segi ég við starfsfólk og stjórnendur Landspítalans gangi ykkur vel í ykkar mikilvægu störfum. Kveðja.

Engin ummæli: