laugardagur, 29. ágúst 2009

Laxá í Refasveit

Veiðifélagar. Ég skellti mér eftir vinnu í gær norður í Laxá í Refasveit. Áin er rétt norðan við Blönduós og er hún og umhverfi hennar einstök náttúruperla. Ég stoppaði stutt við að þessu sinni og var kominn aftur heim seinni partinn í dag. Annars hefur þetta verið viðburðarrík vika. Hér komu á fimmtudagskvöldið í heimsókn til okkar þrjátíu manna hópur norrænna NordMaG nemanda og kennara í öldrunarfræðum. NordMaG Á fimmtudag og föstudag var ég á ráðstefnu um fiskveiðistjórnun á vegum HÍ. Mjög fróðleg ráðstefna með fjölmörgum áhugaverðum erindum um stjórn fiskveiða. Þarna kom fram að um 20% af fiskveiðum á heimsvísu er nú stjórnað með framseljanlegum veiðikvótum. Farið var ég gegnum fiskveiðistjórnun í ESB og helstu nágrannalöndum okkar.


Engin ummæli: