mánudagur, 3. ágúst 2009

Umhyggja bræðra.

Hjörtur og Valdimar. Umhyggja bræðra fyrir hvor öðrum getur tekið á sig margvíslega myndir. Í gær þegar við vorum að skröltast Fjallabakið og Valdimar fylgdi fast á eftir okkur á Ford Focus fjölskyldu bifreiðinni sinni segir Hjörtur: "Aumingja Valdi bróðir á dýra myntkörfubílnum sínum á þessum vegi. Evrurnar hljóta að hrynja af bílnum." Þessum orðum fylgdi síðan flaumur krókudílstára. Valdimar var lengi tvístígandi yfir því hvort hann ætti að hætta á að fara þessa leið. Hann varð mikið glaður þegar ferðin var afstaðin og lýsti því yfir að fjölskyldubifreið sem ekki kæmist þessa leið klakklaust stæði ekki undir nafni. Ford Focus óx í áliti hjá okkur öllum. Fordinn hann stendur alltaf undir nafni enda var það Ford T sem 1933 fór fyrstur yfir Sprengisand las ég einhversstaðar. Svona er Ísland í dag. Kveðja.

Engin ummæli: