mánudagur, 10. ágúst 2009

Gengið á Strandarkirkju

Gönguhópurinn. Í gær fóru afkomendur Helga Ingvarssonar fyrrum yfirlæknis á Vífilsstöðum í árlega Strandarkirkjugöngu sína ásamt vensla- og vinafólki. Ég og Sirrý vorum trússarar í þetta skipti. Ferðin gékk í alla staði vel og var endað á því að heimsækja Strandakirkju en þangað var keyrt frá Hlíðarvatni þegar göngumenn gengu niður af Reykjanessléttunni. Í kirkjunni voru fluttar stuttar hugvekjur en gangan var helguð minningu Grétars Más Sigurðssonar sem lést í síðustu viku.
Helga Adla fyrsta barnabarn Helga og Ingunnar fór í fyrsta skipti þessa leið í bakburðarstól sem pabbi hennar gékk með.

Engin ummæli: