miðvikudagur, 19. ágúst 2009

Dagens blomma - blóm dagsins.

Kveðja til Hjartar. Hjörtur okkar fékk þessa kveðju senda í lesendadálki í sænsku blaði í dag sem ber yfirskriftina "blóm dagsins". Fyrir þá sem ekki skilja sænsku segir í þessari stuttu kveðju: Dr. Hjartarson. Þúsund þakkir fyrir að þú gafst mér dálítið af lífsviljanum aftur. Ingrid með hnéð. Það er ótrúlegt hvað svona kveðja getur glatt (að ég tali nú ekki um foreldrana). Þetta er eitthvað sem við ættum að taka upp í fjölmiðlum hér til mótvægis öllum þeim bölmóði sem helt er yfir okkur daglega. Það þarf ekki rándýrar orður til þess að hvetja og gleða. Örlítil óvænt kveðja gleður jafnvel enn meira. Við eigum að leitast við að vera góð hvort við annað. Kveðja.

Engin ummæli: