sunnudagur, 9. ágúst 2009

Í minningu Grétars.

Grétar Már Sigurðsson Hvað getur maður sagt þegar góður vinur fellur frá? Í gær lést Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri og sendiherra langt um aldur fram aðeins fimmtíu ára gamll úr krabbameini. Barátta hans við þennan illvíga sjúkdóm stóð stutt eða í eitt ár. Ég þekkti Grétar allt frá barnæsku. Ég hef fylgst með honum í gegnum öll aldurskeiðin. Þegar hann var lítill drengur, yngsti bróðir vinar míns Helga Sigurðssonar. Dúfnabóndi við Kópavogslæk sem stráklingur, unglingur í menntaskóla, lögfræðingur, diplómat, sendiherra, ráðuneytisstjóri. Við höfum átt fjölda samverustunda við veiðar, í gönguferðum á Strandakirkju, í Comessey í Frakklandi og ýmis önnur tækifæri. Grétar var hlýr og góður drengur. Við Sirrý sendum Dóru eiginkonu hans og dætrum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans.

Engin ummæli: