sunnudagur, 2. ágúst 2009

Hringnum lokað

Við fórum með Hirti og Sveini Hirti, Valda, Stellu og Lilju í Skaftártunguna í gær. Þannig má segja að við Sirrý höfum lokið hringferðinni miðað við að við hófum hana á þriðjudaginn úr Tungunni. Veðrið í gær og í dag var magnað. Tuttugu stiga hiti, heiðskír himinn og logn - svona eins og best verður á kosið. Grilluðum í gærkvöldi og fórum svo yfir um í Höllu bústað og heilsuðum upp á Hringbrautarfólkið, Þór, Marybeth og börn frá Ameríku. Við ákváðum að fara Fjallabak nyrðra heim í dag. Valdimar ákvað að fara með okkur á Ford Focus fólksbíl sínum. Ferðin gékk mjög vel og við lentum ekki í neinum vandræðum. Valdimar kvartaði hinsvegar undan augnaráði útlendinganna á voldugu jeppunum sínum þegar hann mætti þeim. Minnti mann á gamla tíma þegar maður fór þetta sjálfur á fólksbíl. Það er engin hætta á ferðum miðað við það vatn sem er í þessum sprænum við svona aðstæður. Við vorum komin í bæinn um átta í kvöld. Það var virkilega gaman að vera þarna með börnum og barnabörnum. Kveðja.

Engin ummæli: